Innlent

Iðnaðaráðherra andsnúinn olíuhreinsunarstöð

Iðnaðarráðherra er mótfallinn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og segir óþægilegt hve litlar upplýsingar liggja fyrir um stöðina og þá sem á bak við hana standa.

Iðnaðarráðherra var gestur Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar lýsti hann skoðun sinni á þeim hugmyndum að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.

Össuri líkar ekki að vita ekki hver standi á bak við verkefnið, það sem gefið hafi verið út að það séu bandarískir og rússneskir fjárfestar, en það sé óþægilegt að ekki sé meira vitað. Ekki sé vitað um lykilþætti eins og til dæmis hversu mikill úrgangur og þess háttar komi frá stöðinni. Össuri skilst að stöðin munu vinna úr átta milljónum tonna af hráolíu á ári.

Málið er á sveitarstjórnarstigi og Össur veltir fyrir sér hvort menn þar hafi nánari upplýsingar. Hann minnir á að stórar ákvarðanir á borð við þessa hafi á sínum tíma verið á valdi Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×