Innlent

Ingibjörg: Leggjum upp í hendur á Bretum hvort þeir komi hingað

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Mynd/Arnþór

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, gerði grein fyrir sparnaðaðgerðum ráðuneytisins í dag. Meðal annars verður skorið niður á sviði varnarmála, alls um 257 milljónir króna.

Framlag Íslands til loftrýmisgæslu hér á landi verður minnkað um 120 milljónir og sagði Ingibjörg blaðamönnum að ákveðið hafi verið að „leggja það upp í hendurnar" á Bretum hvort þeir vilji koma hingað í desember til þess að sinna loftrýmisgæslu eins og ákveðið hefur verið.

,,Við höfum gert þeim grein fyrir ákveðnum áhyggjum hérna innanlands í því sambandi. Við höfum gert þeim grein fyrir umræðum á Alþingi. Þeir vita þetta og að við viljum gjarnan draga úr kostnaði," sagði Ingibjörg.

Ingibjörg sagðist ekki hafa áhuga á að stigmagna þær deilur sem Íslendingar eiga í við Breta í tengslum við Icesave-reikninganna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×