Innlent

Jarðskjálfti suðvestan af Selfossi

Jarðskjálfti með styrkleikann 2,0 stig á Richter með upptök suðvestan af Selfossi varð fyrir stundu. Skjálftinn varð skammt sunnan við Kaldaðarnes rúmlega 6 kílómetrum norðan Eyrarbakka.

Rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun mældist skjálfti um 2 kílómetra norðan við Grindavík. Skjálftinn var 2,5 stig á Richter að stærð.

Skjálftarnir eru ekki taldir boða frekari umbrot.

Frá Suðurlandsskjálftanum í maí hefur umtalsverð skjálftavirkni verið á svæðinu. Að sögn Þórunnar Skaftadóttur, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er nokkuð síðan að skjálfti að þessari stærð reið yfir á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×