„Ég söng aldrei þennan útrásarsöng“ 7. október 2008 20:43 Davíð Oddsson Davíð Oddsson seðlabankastjóri var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins nú í kvöld og fór þar um víðan völl. Hann sagði m.a að sendinefnd á vegum Seðlabankans fari til Moskvu að ræða hugsanlegt lán á næstu dögum. Þar verði tekið á móti nefndinni með jákvæðu hugarfari og Pútín sjálfur hafi heimilað með undirskrift sinni að þessar viðræður færu fram. Aðspurður afhverju leitað væri til Rússa af öllum sagði Davíð að hann hefði rætt við marga aðra og þessar yfirlýsingar Norðmanna í dag ættu líklega við að ekki hefði verið leitað til þeirra í dag eða gær. Hann vildi meina að hugsanlegt lán Rússa til okkar væri vinabragð í erfiðleikum og lagði áherslu á að menn gerðu Rússa ekki tortryggilega. „Við þurfum á vinum að halda". Davíð lagði áherslu á að aðgerðir síðustu daga miði að því að íslenska Ríkið ætli ekki að greiða skuldir íslensku bankanna. Hann sagði mikilvægt að fólk áttaði sig á þessu því Íslenska ríkið væri ekki í hættu þó síður væri. „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna," sagði Davíð sem útskýrði orðaval sitt sem svo að amma hans hefði kennt sér að þeir sem ekki greiddu skuldir sínar væru óreiðumenn. „Áður trúðu menn því að íslenska ríkið og skattgreiðendur myndur reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna. En þegar skuldirnar eru orðnar svo stórar þá getum við ekki lagt það á börnin okkar og barnabörnin að borga upp skuldir annarra manna." Davíð upplýsit einnig að umrætt lán sem veitt var Kaupþing banka fyrir skömmu væri upp á 500 milljón evrur og væri til skamms tíma. „Við vildum gefa þessum banka tækifæri á að spreyta sig og falla ekki í valinn vegna harkalegra aðgerða," sagði Davíð. Ef allt færi á versta veg ætti Seðlabankinn þá mjög góðan banka í Danmörku, FIH, en veð í þeim banka var látið af hendi fyrir láninu. Aðspurður hvort verið væri að mismuna bönkunum með það í huga hvernig fór fyrir Glitni vildi Davíð ekki bera þetta tvennt saman. Veðin sem Glitnir bauð hefðu einfaldlega ekki veirð nógu góð. „Þetta var allskonar samtíningur og m.a. bílalán sem við kjósum að kalla ástarbréf." Aðspurður um örlög Glitnis sagði Davíð málið ekki lengur vera í höndum Seðlabanka Íslands. „Þetta er í höndum Glitnis og þess aðila, ríkissins, sem hefur tilkynnt að hann ætli að leggja fram hlutafé í bankann eftir hluthafafund sem á að vera á laugardaginn. En það verður að vera til banki, ríkið hefur ekki lagt neina peninga í þetta ennþá því hluthafarnir, aðaleigendurnir drógu að halda fundinn. Ef hann hefði verið haldinn á mánudaginn hefði ríkið neyðst til þess að koma inn með 84 milljarða." Davíð sagðist aldrei hafa borið mikið lof á þessa svokölluðu útrás sem honum hefði alltaf þótt mikið furðurverk. Hann viðurkenndi að hann hefði ásamt öðrum rutt leiðina og opnað allt hér í sinni tíð í ríkisstjórn. „Það þýðir ekki að ég beri ábyrgð á þeim mönnum sem fara ógætilega með þá hluti sem þessi útrás byggði á. Að skuldsetja eignarhaldfélög, fá lán í bönkum og halda að þessi spilaborg gæti gengið til eilífðar. Ég söng aldrei þennan útrásarsöng." Aðspurður hvort hann hefði hugleitt að hætta í Seðlabankanum sagðist Davíð hætta á stundinni ef hann héldi að það leysti einhvern vanda. „Það hefur hinsvegar enginn nefnt það við mig, ég hef bara séð það. Ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt. En það er þannig að það hefur verið nokkuð vel rekin sjoppa sem hefur haldið uppi látlausum árásum á mig í 3-4 ár, þar hefur verið mikil ósanngirni á ferðinni." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins nú í kvöld og fór þar um víðan völl. Hann sagði m.a að sendinefnd á vegum Seðlabankans fari til Moskvu að ræða hugsanlegt lán á næstu dögum. Þar verði tekið á móti nefndinni með jákvæðu hugarfari og Pútín sjálfur hafi heimilað með undirskrift sinni að þessar viðræður færu fram. Aðspurður afhverju leitað væri til Rússa af öllum sagði Davíð að hann hefði rætt við marga aðra og þessar yfirlýsingar Norðmanna í dag ættu líklega við að ekki hefði verið leitað til þeirra í dag eða gær. Hann vildi meina að hugsanlegt lán Rússa til okkar væri vinabragð í erfiðleikum og lagði áherslu á að menn gerðu Rússa ekki tortryggilega. „Við þurfum á vinum að halda". Davíð lagði áherslu á að aðgerðir síðustu daga miði að því að íslenska Ríkið ætli ekki að greiða skuldir íslensku bankanna. Hann sagði mikilvægt að fólk áttaði sig á þessu því Íslenska ríkið væri ekki í hættu þó síður væri. „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna," sagði Davíð sem útskýrði orðaval sitt sem svo að amma hans hefði kennt sér að þeir sem ekki greiddu skuldir sínar væru óreiðumenn. „Áður trúðu menn því að íslenska ríkið og skattgreiðendur myndur reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna. En þegar skuldirnar eru orðnar svo stórar þá getum við ekki lagt það á börnin okkar og barnabörnin að borga upp skuldir annarra manna." Davíð upplýsit einnig að umrætt lán sem veitt var Kaupþing banka fyrir skömmu væri upp á 500 milljón evrur og væri til skamms tíma. „Við vildum gefa þessum banka tækifæri á að spreyta sig og falla ekki í valinn vegna harkalegra aðgerða," sagði Davíð. Ef allt færi á versta veg ætti Seðlabankinn þá mjög góðan banka í Danmörku, FIH, en veð í þeim banka var látið af hendi fyrir láninu. Aðspurður hvort verið væri að mismuna bönkunum með það í huga hvernig fór fyrir Glitni vildi Davíð ekki bera þetta tvennt saman. Veðin sem Glitnir bauð hefðu einfaldlega ekki veirð nógu góð. „Þetta var allskonar samtíningur og m.a. bílalán sem við kjósum að kalla ástarbréf." Aðspurður um örlög Glitnis sagði Davíð málið ekki lengur vera í höndum Seðlabanka Íslands. „Þetta er í höndum Glitnis og þess aðila, ríkissins, sem hefur tilkynnt að hann ætli að leggja fram hlutafé í bankann eftir hluthafafund sem á að vera á laugardaginn. En það verður að vera til banki, ríkið hefur ekki lagt neina peninga í þetta ennþá því hluthafarnir, aðaleigendurnir drógu að halda fundinn. Ef hann hefði verið haldinn á mánudaginn hefði ríkið neyðst til þess að koma inn með 84 milljarða." Davíð sagðist aldrei hafa borið mikið lof á þessa svokölluðu útrás sem honum hefði alltaf þótt mikið furðurverk. Hann viðurkenndi að hann hefði ásamt öðrum rutt leiðina og opnað allt hér í sinni tíð í ríkisstjórn. „Það þýðir ekki að ég beri ábyrgð á þeim mönnum sem fara ógætilega með þá hluti sem þessi útrás byggði á. Að skuldsetja eignarhaldfélög, fá lán í bönkum og halda að þessi spilaborg gæti gengið til eilífðar. Ég söng aldrei þennan útrásarsöng." Aðspurður hvort hann hefði hugleitt að hætta í Seðlabankanum sagðist Davíð hætta á stundinni ef hann héldi að það leysti einhvern vanda. „Það hefur hinsvegar enginn nefnt það við mig, ég hef bara séð það. Ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt. En það er þannig að það hefur verið nokkuð vel rekin sjoppa sem hefur haldið uppi látlausum árásum á mig í 3-4 ár, þar hefur verið mikil ósanngirni á ferðinni."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira