Íslenski boltinn

Hallgrímur til GAIS á reynslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur.
Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur. Mynd/Anton

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, mun halda til Svíþjóðar um helgina og æfa með úrvalsdeildarfélaginu GAIS.

Þetta kemur fram á fótbolta.net í dag en samningur Hallgríms við Keflavík rennur út nú um miðjan mánuðinn.

Hallgrímur sagðist fyrst ætla að skoða sín mál erlendis og ræða svo við Keflavík ef það myndi ekki ganga eftir. Hann neitaði þó að útiloka að ganga til liðs við önnur íslensk félög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×