Íslenski boltinn

Að gefnu tilefni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndin umrædda sem birtist í gærkvöldi.
Myndin umrædda sem birtist í gærkvöldi.

Það skal skýrt tekið fram að Sinisa Kekic tengist á engan hátt fréttaflutningi af meintri hagræðingu úrslits í leik HK og Grindavíkur.

Þegar fyrst var sagt frá málinu var fréttin myndskreytt með mynd úr leik HK og Grindavíkur í sumar.

Var sú mynd valin þar sem hún sýndi umrædd lið. Leikmennirnir á myndinni tengast fréttinni ekki á annan hátt en þetta voru þeir Orri Hjaltalín, Grindavík og Sinisa Kekic, HK.

Tekið var fram í tilkynningu KSÍ um málið að um knattspyrnumenn sem væru af erlendu bergi brotnir væri að ræða. Sinisa Kekic fellur vissulega í þann flokk en hann er íslenskur ríkisborgari í dag. Tilviljun ein réði því að mynd af honum birtist í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×