Innlent

Mikill meirihluti landsmanna vill kjósa fyrr

Sextíu prósent aðspurðra vilja ekki bíða til ársins 2011 eftir næstu kosningum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallup, sem Morgunblaðið birtir í sunnudagsblaði sínu. Spurt var: Vilt þú að næstu alþingiskosningar fari fram samkvæmt áæltun árið 2011 eða vilt þú að boðað verði til kosninga fyrir þann tíma? 60,6% vilja kjósa fyrr. Karlmenn virðast hlynntari því en konur að kosið sé fyrr, um 65% karla eru hlynntir hugmyndinni en 56,3% kvenna.

Þá bendir könnunin til þess að Samfylkingin njóti stuðnings 36,9% kjósenda, Vinstri grænir njóti stuðnings 26,9% kjósenda en Sjálfstæðisflokkurinn njóti stuðnings einungis 22,3% kjósenda. Framsóknarflokkurinn nýtur svo stuðnings 7,8% kjósenda og 4,4% styðja Frjálslynda flokkinn.

Capacent Gallup gerði könnunina dagana 27-29. október. Tólf hundruð manns á aldrinum 18-75 ára voru í úrtakinu, handahófsvaldir úr viðhorfshópi Capacent Gallup og var endanlegt úrtak 1117 manns. Svarhlutfall var 58,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×