Lífið

Aðdáandi Oasis slasaði Noel á tónleikum

Noel Gallagher
Noel Gallagher MYND/AFP

Breska hljómsveitin Oasis frá Manchester hefur neyðst til að gera breytingar á tónleikaferð sinni og færa til tónleika á næstunni vegna meiðsla Noels Gallagher aðalgítarleikarara sveitarinnar.

Noel meiddist á mjöð og brákaði rifbein þegar áðdáandi hljómsveitarinnar ruddist upp á svið á tónleikum í Kanada síðastliðinn sunnudag. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni V Festival í Toranto.

Aðdáandinn sem er fimmtugs aldrei hljóp Noel niður með þeim afleiðingum að hann féll um tæki og tól á sviðinu. Noel náði þó að ljúka tónleikunum en var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús.

Atvikið þykir minna á þegar aðdáandi gerði sé líklegan til að hlaupa Noel niður á tónleikum 1995 þegar hljómsveitin var hvað vinsælust. Liam Gallagher söngvari Oasis tók þeim gjörning illa og reiddist mjög og þurftu öryggisverðir að halda aftur af honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.