Bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Jón Kristjánsson skrifar 9. janúar 2008 00:01 Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar