Bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Jón Kristjánsson skrifar 9. janúar 2008 00:01 Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar