Bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Jón Kristjánsson skrifar 9. janúar 2008 00:01 Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun