Innlent

Eldur í nýbyggingu í Garðabæ í morgun

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna tilkynningar um eld í nýju húsi í Akrahverfi í Garðabæ. Um var að ræða hús í byggingu við Hallakur og logaði eldur í kassa á eldavél í íbúð á þriðju hæð hússins. Slökkvilið segir eldinn ekki hafa verið mikinn en reyk töluverðan og þurfti að reykræsta íbúðina að þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×