Innlent

Lögregla rannsakar tollalagabrot vegna innflutnings bíla til landsins

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meint tollalagabrot vegna innflutnings á nýjum og notuðum bílum til landsins. Að sögn Fréttablaðsins mun málið vera umfangsmikið og tengjast innflutningi á bílum frá Þýskalandi.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra sagði við Fréttastofu Stöðvar 2, að rannsóknin snerist um að kanna hvort bílainnflytjandi hefði gefið upp of lágt kaupverð á bílum erlendis til að lækka aðflutningsgjöld. Helgi Magnús segir nokkuð algengt að svona mál komi upp. Það megi til að mynda sjá í Baugsmálinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×