Skemmtir 50 milljónum jarðarbúa í viku hverri 26. febrúar 2007 09:00 Egill Örn er hér til hægri ásamt Michael Ballhaus sem er nánasti samstarfsmaður Martin Scorsese og stjórnaði kvikmyndatökum í myndum á borð við The Departed og Goodfellas. „Verðlaunin voru afhent á sunnudaginn í síðustu viku á Century Hyatt Hotel en ég vann ekki, því miður,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður sem var nýlega tilnefndur til svokallaðra ASC-verðlauna fyrir kvikmyndatöku sína í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami. Verðlaunin eru meðal þeirra virtustu hjá tökumönnum í Bandaríkjunum og þykir jafnvel enn meiri heiður að vera tilnefndur til þeirra en til sjálfra Óskarsverðlaunanna eða Emmy. „Annars var þetta bara mjög mikil upphefð að vera tilnefndur og hljóta náð fyrir augum þessarar nefndar sem skipuð er gömlum refum úr þessum iðnaði,“ bætir Egill Örn við. Hann upplýsir jafnframt að þessi tilnefning hafi orðið til þess að tilboðum rigni yfir hann en Egill tekur þessu öllu með stakri ró. Sjónvarpsþættirnir um Horatio Caine og meinafræðingardeild hans í Miami njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er talið að í kringum fimmtíu milljónir horfi á þá reglulega. Þeir eru aðrir í röðinni í þessari meinafræðinga-þríleik Jerry Bruckheimer en til eru bæði CSI: Las Vegas og CSI: New York en hvorugur þessara þátta hefur náð að skáka vinsældum Miami-liðsins sem allir hafa verið sýndir á Skjá einum. Egill Örn hefur samfara því að stjórna kvikmyndatöku í þáttunum sest í leikstjórastólinn og komið að framleiðslu nokkurra þátta. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var tökumaðurinn reyndar önnum kafinn og varð að bregða sér frá í stutta stund enda var David Caruso beint fyrir framan nefið á honum og tökur á þætti nýhafnar. CSI-teymið Egill hefur samfara því að stjórna tökum setið í leikstjórastólnum og leikstýrir nokkrum þáttum í nýrri seríu. Egill, eða Eagle eins og hann kallar sig, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í átján ár og segir það alltaf hafa verið í spilunum að ílengjast í Englaborginni. Hann hóf feril sinn sem tökumaður hjá Zalman King en leikstjórinn er þekktur fyrir erótískar kvikmyndir sínar. Síðan lá leiðin í sjónvarpsþáttaröðina Red Shoe Diaries þar sem erótíkin var aldrei langt undan og svo loks í CSI þar sem tökumaðurinn hefur blómstrað. „Ég er búinn að vera gera þetta í einn og hálfan áratug,“ segir Egill Örn en vinna við þættina er mikil törn. „En ákaflega gaman, þú ert með fótinn á bensíngjöfinni í tíu mánuði og léttir ekki pressunni af henni fyrr en allt er búið,“ segir Egill. Í hina tvo mánuðina ferðast Egill síðan um heiminn, tekur upp auglýsingar og viðrar mótórfákinn en Egill er mikill mótórhjólakappi og þykir fátt skemmtilegra en að þeysast um fjöll og firnindi á hjólinu. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Verðlaunin voru afhent á sunnudaginn í síðustu viku á Century Hyatt Hotel en ég vann ekki, því miður,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður sem var nýlega tilnefndur til svokallaðra ASC-verðlauna fyrir kvikmyndatöku sína í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami. Verðlaunin eru meðal þeirra virtustu hjá tökumönnum í Bandaríkjunum og þykir jafnvel enn meiri heiður að vera tilnefndur til þeirra en til sjálfra Óskarsverðlaunanna eða Emmy. „Annars var þetta bara mjög mikil upphefð að vera tilnefndur og hljóta náð fyrir augum þessarar nefndar sem skipuð er gömlum refum úr þessum iðnaði,“ bætir Egill Örn við. Hann upplýsir jafnframt að þessi tilnefning hafi orðið til þess að tilboðum rigni yfir hann en Egill tekur þessu öllu með stakri ró. Sjónvarpsþættirnir um Horatio Caine og meinafræðingardeild hans í Miami njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er talið að í kringum fimmtíu milljónir horfi á þá reglulega. Þeir eru aðrir í röðinni í þessari meinafræðinga-þríleik Jerry Bruckheimer en til eru bæði CSI: Las Vegas og CSI: New York en hvorugur þessara þátta hefur náð að skáka vinsældum Miami-liðsins sem allir hafa verið sýndir á Skjá einum. Egill Örn hefur samfara því að stjórna kvikmyndatöku í þáttunum sest í leikstjórastólinn og komið að framleiðslu nokkurra þátta. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var tökumaðurinn reyndar önnum kafinn og varð að bregða sér frá í stutta stund enda var David Caruso beint fyrir framan nefið á honum og tökur á þætti nýhafnar. CSI-teymið Egill hefur samfara því að stjórna tökum setið í leikstjórastólnum og leikstýrir nokkrum þáttum í nýrri seríu. Egill, eða Eagle eins og hann kallar sig, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í átján ár og segir það alltaf hafa verið í spilunum að ílengjast í Englaborginni. Hann hóf feril sinn sem tökumaður hjá Zalman King en leikstjórinn er þekktur fyrir erótískar kvikmyndir sínar. Síðan lá leiðin í sjónvarpsþáttaröðina Red Shoe Diaries þar sem erótíkin var aldrei langt undan og svo loks í CSI þar sem tökumaðurinn hefur blómstrað. „Ég er búinn að vera gera þetta í einn og hálfan áratug,“ segir Egill Örn en vinna við þættina er mikil törn. „En ákaflega gaman, þú ert með fótinn á bensíngjöfinni í tíu mánuði og léttir ekki pressunni af henni fyrr en allt er búið,“ segir Egill. Í hina tvo mánuðina ferðast Egill síðan um heiminn, tekur upp auglýsingar og viðrar mótórfákinn en Egill er mikill mótórhjólakappi og þykir fátt skemmtilegra en að þeysast um fjöll og firnindi á hjólinu.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira