Krumminn á skjánum á ný 26. febrúar 2007 07:15 Hjónin Ingvi Hrafn Jónsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir ásamt sonum sínum Ingva Orra, Hafsteini Erni og Ingva Hrafni Jr. Hafsteinssyni. MYND/Anton Eins og þjóð þekkir rífur Ingvi Hrafn kjaft yfir hverju sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ÍNN er að fara í loftið í dag og Hrafnaþing, sem margir sakna, er fyrsti þáttur á dagskrá nýrrar sjónvarpsstöðvar. „Lokafyrirmæli hershöfðingjans Maríönnu Friðjónsdóttur eru fyrirliggjandi. Tékklisti. Við stefnum á að fara í loftið í dag. Þú verður að tala við Ingva Örn. Hann er bossinn í þessu," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjarna. Og er völlur á honum að vanda. Sjónvarpsstöð feðganna Ingva Hrafns og sonar hans Ingva Orra er nú alveg við það að fara í loftið. Stefnt er að fyrstu útsendingu í dag klukkan tvö. Með þættinum Hrafnaþingi. En allt þetta sem í fyrstu var lítil hugmynd sem nú er orðið allstórt batterí, fullbúin sjónvarpsstöð tæknilega fullkomin, er nú orðin að veruleika. Til stendur að senda út á Breiðbandi Símans sem og á netinu. „Já, hann er í ham núna en okkar samstarf hefur gengið vonum framar. Við vorum ekki vissir um hvernig færi. Erum feðgar. Og líkir. En þetta hefur gengið merkilega vel. Við vinnum vel saman og erum ánægðir og undrandi hversu vel við náum saman," segir Ingvi Orri sem er framkvæmdastjóri ÍNN - Íslands nýjasta nýtt - aðspurður um hvernig karl faðir hans er í samstarfi. Feðgarnir hafa náð betur saman en nokkur þorði að vona við undirbúning ÍNN ásamt með Andra Thor tæknimanni. Ingvi Orri segir stofnkostnað trúnaðarmál en segir þó að hann hafi verið mjög hagstæður miðað við það sem gengur og gerist í þessum geira. „Við miðum okkur við að koma Hrafnaþingi í loftið í dag. Ef Guð lofar. Hrafnaþing verður á dagskrá frá tvö til þrjú á virkum dögum. Svo er stefnt að því að bæta inn efni á ÍNN í rólegheitum. Höfum verið að skoða aðrar hugmyndir og hvetjum fólk sem telur stig eiga heima í sjónvarpi og hefur eitthvað að segja að setja sig í samband. Við erum opnir fyrir öllu. Til dæmis að sjálfstæðir framleiðendur komi inn með þátt, framleiði hann og noti aðstöðuna okkar til að gera hann kláran. Allt verður þetta innlend dagskrá, viðskipti, þjóðmál og pólitík," segir Ingvi Orri. Ingvi Orri og Andri Thor tæknimaður. Vonast er til að sjálfstæðir framleiðendur nýti sér góða aðstöðu ÍNN. Ingvi Hrafn segir að á ÍNN verði allt rætt frá A til Ö að mestu í beinni útsendingu. „Ég sjálfur ríf kjaft yfir hverju sem er hvenær sem er við hvern sem er. Talsjónvarp. Maríanna kallar þetta það. Hún er okkar ráðgjafi. Með doktorspróf í þessu. Ég kalla þetta að vera í háskóla Maríönnu," segir Ingvi Hrafn og greinilega kominn hugur í hann enda af nægu að taka þegar þjóðmálin og pólitíkin er annars vegar. Og kosningar á næsta leyti. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Eins og þjóð þekkir rífur Ingvi Hrafn kjaft yfir hverju sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ÍNN er að fara í loftið í dag og Hrafnaþing, sem margir sakna, er fyrsti þáttur á dagskrá nýrrar sjónvarpsstöðvar. „Lokafyrirmæli hershöfðingjans Maríönnu Friðjónsdóttur eru fyrirliggjandi. Tékklisti. Við stefnum á að fara í loftið í dag. Þú verður að tala við Ingva Örn. Hann er bossinn í þessu," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjarna. Og er völlur á honum að vanda. Sjónvarpsstöð feðganna Ingva Hrafns og sonar hans Ingva Orra er nú alveg við það að fara í loftið. Stefnt er að fyrstu útsendingu í dag klukkan tvö. Með þættinum Hrafnaþingi. En allt þetta sem í fyrstu var lítil hugmynd sem nú er orðið allstórt batterí, fullbúin sjónvarpsstöð tæknilega fullkomin, er nú orðin að veruleika. Til stendur að senda út á Breiðbandi Símans sem og á netinu. „Já, hann er í ham núna en okkar samstarf hefur gengið vonum framar. Við vorum ekki vissir um hvernig færi. Erum feðgar. Og líkir. En þetta hefur gengið merkilega vel. Við vinnum vel saman og erum ánægðir og undrandi hversu vel við náum saman," segir Ingvi Orri sem er framkvæmdastjóri ÍNN - Íslands nýjasta nýtt - aðspurður um hvernig karl faðir hans er í samstarfi. Feðgarnir hafa náð betur saman en nokkur þorði að vona við undirbúning ÍNN ásamt með Andra Thor tæknimanni. Ingvi Orri segir stofnkostnað trúnaðarmál en segir þó að hann hafi verið mjög hagstæður miðað við það sem gengur og gerist í þessum geira. „Við miðum okkur við að koma Hrafnaþingi í loftið í dag. Ef Guð lofar. Hrafnaþing verður á dagskrá frá tvö til þrjú á virkum dögum. Svo er stefnt að því að bæta inn efni á ÍNN í rólegheitum. Höfum verið að skoða aðrar hugmyndir og hvetjum fólk sem telur stig eiga heima í sjónvarpi og hefur eitthvað að segja að setja sig í samband. Við erum opnir fyrir öllu. Til dæmis að sjálfstæðir framleiðendur komi inn með þátt, framleiði hann og noti aðstöðuna okkar til að gera hann kláran. Allt verður þetta innlend dagskrá, viðskipti, þjóðmál og pólitík," segir Ingvi Orri. Ingvi Orri og Andri Thor tæknimaður. Vonast er til að sjálfstæðir framleiðendur nýti sér góða aðstöðu ÍNN. Ingvi Hrafn segir að á ÍNN verði allt rætt frá A til Ö að mestu í beinni útsendingu. „Ég sjálfur ríf kjaft yfir hverju sem er hvenær sem er við hvern sem er. Talsjónvarp. Maríanna kallar þetta það. Hún er okkar ráðgjafi. Með doktorspróf í þessu. Ég kalla þetta að vera í háskóla Maríönnu," segir Ingvi Hrafn og greinilega kominn hugur í hann enda af nægu að taka þegar þjóðmálin og pólitíkin er annars vegar. Og kosningar á næsta leyti.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira