Innlent

Keilir kaupir tvær skólabyggingar á gamla varnarsvæðinu

MYND/Teitur

Keilir - miðstöð vísinda, færða og atvinnulífs keypti í dag tvær byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, annars vegar stóra skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins og hins vegar leikskóla.

Samningur þar að lútandi var undirritaður í dag á skrifstofu Þróunarfélagsins. Keilir, sem þegar hefur hafið kennslu í frumgreinadeild á gamla varnarsvæðinu, greiðir 320 milljónir fyrir byggingarnar og bygginarlóðir og eru báðar byggingnar í kjarna þess svæðis sem skipulagt er undir svokallað þekkingarsamfélag Keilis. Þar er ætlunin að bjóða upp á kennslu á háskólastigi og í starfsgreinatengdum fagskóla eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félögunum tveimur.

Þar segir enn fremur að með kaupunum tryggi Keilir sér framtíðarhúsnæði og lóð sem duga eigi félaginu til vaxtar næstu áratugi. Gamli menntaskólinn er um 5.400 fermetrar. Gert er ráð fyrir töluverðum endurbótum á skólahúsnæðinu til að samræma það þeirri starfsemi sem Keilir stendur fyrir. Í leikskólanum er þegar rekinn leikskóli með yfir 70 börnum á vegum Hjallastefnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×