Lífið

Aniston selur mest

Ef Aniston er á forsíður rjúka tímaritin út
Ef Aniston er á forsíður rjúka tímaritin út MYND/Getty

Leikkonan Jennifer Aniston er það andlit sem selur mest samkvæmt nýútkomnum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Niðurstaðan byggir á 6 mánaða könnun á sölutölum vikutímaritanna People, Us Weekly, In Touch Weekly, Life & Style, OK og Star.

Hin 38 ára ofurstjarna prýddi sex forsíður á tímabilinu hjá öllum tímaritunum nema In Touch Weekly. Samtals seldi andlit hennar 5 milljón eintök. Fast á hæla Aniston kemur fyrrum eiginmaður hennar Brad Pitt og á eftir honum þær Scarlett Johansson, Angelina Jolie, Reese Witherspoon, Katie Holmes, Carrie Underwood, Jennifer Hudson, Valerie Bertinelli og Kelly Ripa.

Það vekur athygli að Britney Spears er ekki á leistanum þrátt fyrir að hafa prýtt átján forsíður á tímabilinu. Hún er þó ögn vinsælli en Paris Hilton ef marka má listann. „Fólk er orðið þreytt á stöðugum vandræðagangi Spears segir Richard Spencer," ritstjóri In Touch Weekly. Aðrar dívur sem ekki komust á listann eru þær Lindsay Lohan og Jessica Simpson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.