Nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki 4. maí 2007 06:00 Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun