Nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki 4. maí 2007 06:00 Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar