Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar 5. október 2025 12:01 Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar