Nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki 4. maí 2007 06:00 Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun