Enski boltinn

McCarthy hafnar Suður-Kóreu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Wolves.
Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Wolves. Nordic Photos / Getty Images

Írski þjálfarinn Mick McCarthy hefur hafnað því að gerast næsti landsliðsþjálfari Suður-Kóreu.

Í morgun gaf knattspyrnusamband Suður-Kóreu það út að McCarthy og Gerard Houllier væru líklegastir til að taka við starfinu.

„Mér var sýndur mikill heiður með því að haft var samband við mig en ég er skuldbundinn Wolves og verð áfram þar," sagði hann við fréttastofu BBC í dag.

Stefnt er að því að ráða nýjan landsliðsþjálfara Suður-Kóreu fyrir laugardaginn næstkomandi.

McCarthy var landsliðsþjálfari Írlands í sex ár og starfaði í kjölfarið hjá Sunderland í tæp fjögur ár. Hann hefur verið hjá Wolves í rúmt ár en liðið er í sjötta sæti ensku 1. deildarinnar sem stendur.

Houllier hefur starfað í kringum franska landsliðið síðan hann hætti hjá Lyon þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann hefur einnig verið orðaður við starf þjálfara enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×