Innlent

Gretti mistókst Drangeyjarsund

Grettir hefur í annað sinn reynt við Drangeyjarsund. Að þessu sinni var það kuldaskræfan Grettir, sem komst þó aðeins örfáa metra þrátt fyrir að vera í þurrbúningi.

Borgarleikhúsið frumsýnir í næsta mánuði söngleikinn Gretti, eftir þá Ólaf Hauk Símonarson, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Af því tilefni fóru leikarar og aðrir aðstandendur sýningarinnar á dögunum norður í Skagafjörð á söguslóðir Grettis sterka. Og auðvitað varð sjálfur Grettir, eða öllu heldur leikarinn sem fer með hlutverkið, Halldór Gylfason, að þreyta Drangeyjarsund. Hinn lánlausi Grettir í söngleiknum er hins vegar engin hetja heldur bleyða og þurfti að vera í þurrbúningi til að fara í sjóinn. Og ekki komst hann langt, aðeins nokkra metra frá fjöruborði, þegar hann sneri við, og var augljóslega dauðþreyttur. Þrátt fyrir það bar hann sig vel. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl tók á móti leikurunum, sagði þeim sögur af Gretti og fræddi um héraðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×