Lífið

Ævar snýr aftur

Ævar Örn stjórnar stjórnmálaþættinum Korter fyrir kosningar sem hefur göngu sína strax á eftir hádegisfréttum í dag.
Ævar Örn stjórnar stjórnmálaþættinum Korter fyrir kosningar sem hefur göngu sína strax á eftir hádegisfréttum í dag.

Útvarpsmaðurinn og glæpasagnahöfundurinn Ævar Örn Jósepsson snýr aftur á Rás 2 í dag og sest fyrir framan hljóðnemann. Ævar verður að venju með puttana á púlsinum og hyggst kryfja aðdraganda alþingiskosninga með sínum hætti í þættinum Korter fyrir kosningar strax á eftir hádegisfréttum.

Ævar ætlar að fá til sín góða gesti sem ræða um helstu áherslur og átakalínur flokkanna og stjórnmál almennt. Í þættinum verður rökrætt og rifist um öll helstu kosningamálin, þau kapprædd og krufin til mergjar af frambjóðendum sem og fróðleiksfólki á sviði stjórnmálanna úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

Ævar hyggst ekki láta þar staðar numið heldur ætlar hann að etja saman fjölmiðlungum úr öllum áttum í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem hefur göngu sína á skírdag. Ævar hefur stjórnað þættinum um árabil við miklar vinsældir og greinilegt að ekkert lát er á vinsældum spurningaþátta á öldum ljósvakans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.