Erlent

Tveir láta lífið í kafaldsbyl

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í kafaldsbyl sem gengið hefur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna í dag og í gær.

Snjódýpt náði allt að 30 sentimetrum á sumum svæðum og lágu samgöngur víða niðri. Á O'Hare flugvellinum í Chicago var yfir tvö hundruð flugferðum aflýst. Í síðustu viku létust 36 manns, flestir í umferðarslysum, þegar bylur gekk yfir miðvesturfylki Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×