Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels 2. nóvember 2007 15:48 Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. Lögreglan greinir frá húsleit sinni og sérsveitarinnar í húsakynnum vélhjólaklúbbsins Fáfnis í tengslum við fíkniefnarannsókn lögreglustjóra Suðurnesja. Sérsveit var kölluð til vegna hættu sem talin er stafa af meðlimum klúbbsins og þar sem húsnæðið hefur verið víggirt. Vegna starfsemi klúbbsins kallaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til fulltrúa frá eldvarnareftirliti, rafmagnseftirliti, heilbrigðiseftirliti og byggingarfulltrúa. Á þessari stundu er ekki vitað um viðbrögð þessara aðila. Þá segir í tilkynningunni að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafi fyrir skemmstu borist upplýsingar frá erlendum samstarfsaðilum um að fjölda Hell´s Angels meðlima væri stefnt til landsins vegna afmælisveislu hjá Fáfni um helgina. Afmælisveislan á að fara fram í leiguhúsnæði klúbbsins að Hverfisgötu 61 í Reykjavík. Upplýsingar lögreglu benda til að íslenskum aðilum sé einnig boðið til veislunnar.Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað í gær, að tillögu ríkislögreglustjóra, að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins. Heimild til þessa er í samræmi við 2. mgr. 2. gr. Schengen samningsins, sbr. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 53/2002 um útlendinga, þar sem þessi atburður og þátttaka Hell´s Angels er talinn geta ógnað allsherjarreglu og þjóðaröryggi.Segir Hell´s Angels glæpasamtökRíkislögreglustjóri bendir á að Hell's Angels-vélhjólasamtökin standi fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víða um lönd og falli sem slík undir skilgreiningu ESB um skipulagða glæpastarfsemi. Fyrir liggur dómur í Kanada þess efnis að Hell's Angels séu skipulögð glæpasamtök. Félagar í samtökunum hafa víða hlotið þunga dóma m.a. fyrir morð og fíkniefnasmygl. Samtökin tengjast m.a. fjárkúgunum, fíkniefnaviðskiptum, vændi og ofbeldisbrotum.Umsvif Hell's Angels á Norðurlöndum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi fara vaxandi. Þá hefur komið til blóðugra uppgjöra félaga í ólíkum gengjum vélhjólamanna á Norðurlöndum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgir fíkniefnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Í Noregi og Danmörku hefur mikill meirihluti félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels hlotið dóma fyrir refsivert athæfi.„Í Noregi hefur vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða glæpastarfsemi fjölgað mjög á síðustu árum. Aukin umsvif og harðnandi samkeppni þeirra valda stjórnvöldum vaxandi áhyggjum. Yfirvöld dómsmála í Noregi ræða nú hvort stöðva beri alla félaga í vélhjólasamtökum, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, við landamærin. Innan lögreglu þar er nú sömuleiðis rætt af auknum þunga um nauðsyn þess að öllum félögum í alræmdum, erlendum vélhjólagengjum verði neitað um landgöngu í Noregi. Er þá m.a. vísað til stefnu stjórnvalda í Kanada, sem líkt og hin íslensku neita félögum í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels um leyfi til landgöngu. Yfirvöld í Kanada telja að hver sá sem gerist félagi í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels, Outlaws og Bandidos geri sér ljóst að þar sé um að ræða "bræðralag glæpamanna"," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra.Hell´s Angels hafi reynt að ná fótfestu hér„Tilraunir Hell's Angels til að ná fótfestu á Íslandi má rekja ein fimm ár aftur í tímann, hið minnsta. Viðbrögð lögreglu hafa jafnan verið á sama veg. Í upphafi árs 2002 voru danskir félagar í samtökum þessum stöðvaðir við komu til landsins og þeim meinuð landganga. Þeir höfðu m.a. hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, fíkniefnasmygl og ofbeldisbrot. Sama ár barst starfsfólki í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn hótun frá Hell's Angels-samtökunum í Danmörku.Í júlí 2002 var félögum í norskum samtökum, sem tengdust Hell's Angels, meinuð landganga. Fimm norskum félögum í Hell's Angels var vísað úr landi í desember 2003. Árið 2004 var dönskum félögum í vélhjólasamtökunum Hog Riders vísað úr landi við komu til Keflavíkur.Reynslan kennir að hvarvetna sem Hell's Angels og önnur sambærileg vélhjólasamtök ná fótfestu fylgir aukin skipulögð glæpastarfsemi í kjölfarið. Þeirri viðleitni samtakanna fylgir og jafnan stóraukin hætta á hótunum, fjárkúgunum og ofbeldi.Viðbrögð lögreglu á Íslandi voru ákveðin á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér er að finna og því mati að koma félaga í Hell's Angels til Íslands og viðleitni samtakanna til að ná fótfestu hér á landi fæli í sér alvarlega ógn við samfélag og allsherjarreglu," segir lögregla enn fremur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. Lögreglan greinir frá húsleit sinni og sérsveitarinnar í húsakynnum vélhjólaklúbbsins Fáfnis í tengslum við fíkniefnarannsókn lögreglustjóra Suðurnesja. Sérsveit var kölluð til vegna hættu sem talin er stafa af meðlimum klúbbsins og þar sem húsnæðið hefur verið víggirt. Vegna starfsemi klúbbsins kallaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til fulltrúa frá eldvarnareftirliti, rafmagnseftirliti, heilbrigðiseftirliti og byggingarfulltrúa. Á þessari stundu er ekki vitað um viðbrögð þessara aðila. Þá segir í tilkynningunni að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafi fyrir skemmstu borist upplýsingar frá erlendum samstarfsaðilum um að fjölda Hell´s Angels meðlima væri stefnt til landsins vegna afmælisveislu hjá Fáfni um helgina. Afmælisveislan á að fara fram í leiguhúsnæði klúbbsins að Hverfisgötu 61 í Reykjavík. Upplýsingar lögreglu benda til að íslenskum aðilum sé einnig boðið til veislunnar.Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað í gær, að tillögu ríkislögreglustjóra, að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins. Heimild til þessa er í samræmi við 2. mgr. 2. gr. Schengen samningsins, sbr. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 53/2002 um útlendinga, þar sem þessi atburður og þátttaka Hell´s Angels er talinn geta ógnað allsherjarreglu og þjóðaröryggi.Segir Hell´s Angels glæpasamtökRíkislögreglustjóri bendir á að Hell's Angels-vélhjólasamtökin standi fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víða um lönd og falli sem slík undir skilgreiningu ESB um skipulagða glæpastarfsemi. Fyrir liggur dómur í Kanada þess efnis að Hell's Angels séu skipulögð glæpasamtök. Félagar í samtökunum hafa víða hlotið þunga dóma m.a. fyrir morð og fíkniefnasmygl. Samtökin tengjast m.a. fjárkúgunum, fíkniefnaviðskiptum, vændi og ofbeldisbrotum.Umsvif Hell's Angels á Norðurlöndum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi fara vaxandi. Þá hefur komið til blóðugra uppgjöra félaga í ólíkum gengjum vélhjólamanna á Norðurlöndum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgir fíkniefnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Í Noregi og Danmörku hefur mikill meirihluti félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels hlotið dóma fyrir refsivert athæfi.„Í Noregi hefur vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða glæpastarfsemi fjölgað mjög á síðustu árum. Aukin umsvif og harðnandi samkeppni þeirra valda stjórnvöldum vaxandi áhyggjum. Yfirvöld dómsmála í Noregi ræða nú hvort stöðva beri alla félaga í vélhjólasamtökum, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, við landamærin. Innan lögreglu þar er nú sömuleiðis rætt af auknum þunga um nauðsyn þess að öllum félögum í alræmdum, erlendum vélhjólagengjum verði neitað um landgöngu í Noregi. Er þá m.a. vísað til stefnu stjórnvalda í Kanada, sem líkt og hin íslensku neita félögum í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels um leyfi til landgöngu. Yfirvöld í Kanada telja að hver sá sem gerist félagi í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels, Outlaws og Bandidos geri sér ljóst að þar sé um að ræða "bræðralag glæpamanna"," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra.Hell´s Angels hafi reynt að ná fótfestu hér„Tilraunir Hell's Angels til að ná fótfestu á Íslandi má rekja ein fimm ár aftur í tímann, hið minnsta. Viðbrögð lögreglu hafa jafnan verið á sama veg. Í upphafi árs 2002 voru danskir félagar í samtökum þessum stöðvaðir við komu til landsins og þeim meinuð landganga. Þeir höfðu m.a. hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, fíkniefnasmygl og ofbeldisbrot. Sama ár barst starfsfólki í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn hótun frá Hell's Angels-samtökunum í Danmörku.Í júlí 2002 var félögum í norskum samtökum, sem tengdust Hell's Angels, meinuð landganga. Fimm norskum félögum í Hell's Angels var vísað úr landi í desember 2003. Árið 2004 var dönskum félögum í vélhjólasamtökunum Hog Riders vísað úr landi við komu til Keflavíkur.Reynslan kennir að hvarvetna sem Hell's Angels og önnur sambærileg vélhjólasamtök ná fótfestu fylgir aukin skipulögð glæpastarfsemi í kjölfarið. Þeirri viðleitni samtakanna fylgir og jafnan stóraukin hætta á hótunum, fjárkúgunum og ofbeldi.Viðbrögð lögreglu á Íslandi voru ákveðin á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér er að finna og því mati að koma félaga í Hell's Angels til Íslands og viðleitni samtakanna til að ná fótfestu hér á landi fæli í sér alvarlega ógn við samfélag og allsherjarreglu," segir lögregla enn fremur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira