Innlent

Bubbi vann í Hæstarétti

Ummæli þess efnis að Bubbi Morthens væri fallinn voru í dag dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fyrirsagnar á forsíðu tímaritinu Hér og nú þar sem sagði „Bubbi fallinn".

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í mars á síðasta ári ummælin dauð og ómerk og var Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Á forsíðu blaðsins var birt mynd af Bubba með sígarettu í munni þar sem hann sat í bíl sínum. Bubbi var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×