Innlent

Auðvelda skráningu erlendra fyrirtækja í Kauphöll

MYND/GVA

Viðskiptaráðherra hefur breytt reglugerð sem gefur fyrirtækjum til að mynda í Bandaríkjunum og Færeyjum kleift að sækja um skráningu í Kauphöllina hér á landi. Reglugerðin kveður á um að fyrirtæki frá ríkjum, sem nota sambærilega reikningsskilastaðla og alþjóðareikningsskilaráðið, þurfi ekki að breyta framsetningu ársreikninga sinna til að hljóta hér skráningu. Um er að ræða tilskipun frá Evrópusambandinu og segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti að með þessu eigi valkostum fjárfesta hér á landi að fjölga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×