Innlent

Formaður Framsóknarflokksins varar við eftirlíkingum

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. MYND/Daníel

Varist ódýrar eftirlíkingar en menn frá hægri og vinstri eru að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgis við sig sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á flokkþingi Framsóknarflokksins sem hófst í dag.

Jón sagði mikilvægt fyrir Framsóknarflokkinn að aðgreina sig vel í kosningabaráttunni fyrir komandi alþingiskosningar. Keppni annarra flokka til að ryðjast inn á miðjuna sýni ljóslega mikilvægi flokksins. Ókyrrð sé í íslenskum stjórnmálum. Líkur séu á að stjórnarandstaðan sé að klofna í enn fleiri flokka. Yfirlýsingar Vinstri-grænna veiki furðu og ofstopi þeirra á nýafstöðnum landsfundi hafi gengið fram af flestum landsmönnum. Jón vék einnig spjótum sínum að Frjálslynda flokknum sem hann sagði leita sér að málefnagrunni í ofstæki.

Jón sagði ljóst að ekki væri tímabært að skoða inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið fyrr en í fyrsta lagi eftir 4 til 5 ár. Nokkrir þættir skæru sig úr að mikilvægi á næstu árum. Í fyrsta lagi fjölskyldu- og velferðarmál, í öðru lagi atvinnuöryggi og byggðamál, í þriðja lagi auðlindir og náttúruvernd, í fjórða lagi þróun menntunar og nýsköpunar, og í fimmta lagi jafnvægi og stöðugleiki í atvinnu- og efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×