Innlent

Endurskoðanda Baugs hótað

MYND/ Fréttablaðið Valgarður Gíslason

Endurskoðandi Baugs sakaði Jón H. Snorrason, fyrrverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um að hafa hótað sér á meðan á rannsókn Baugsmálsins stóð. Hótunin var í tengslum við skýrslu sem Jón vildi fá tilbaka frá honum.

Stefán Hilmarsson var endurskoðandi hjá KPMG og endurskoðaði bókhald Baugs á árunum 1998 til 2002. Hann situr fyrir svörum í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stefán sagðist ósáttur við hvernig lögreglan hefði tekið skýringum hans í málinu. Hann bar Arnari Jenssyni, fyrrverandi aðstoðarlögregluþjóni, ekki góða söguna en vitni sem komu fyrir dóminn í gær sökuðu hann um að hafa reynt að villa um fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×