Erlent

Gonzales segir illa staðið að brottrekstri saksóknara

Alberto Gonzales býr sig undir yfirheyrslur í öldungadeildinni í dag.
Alberto Gonzales býr sig undir yfirheyrslur í öldungadeildinni í dag. MYND/AP

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, baðst í dag afsökunar á því hvernig staðið var að því reka átta alríkisssaksóknara úr starfi. Það gerði hann í yfirheyrslum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Hann bætti því þó við að hann teldi enn rétt að reka saksóknarana. Gonzales hefur ítrekað sagt að saksókararnir hafi verið reknir fyrir slaka frammistöðu í starfi en andstæðingar hans segja pólitík í spilinu. Fólkið hafi verið rekið vegna rannsókna á spillingarmálum tengdum repúblikönum eða fyrir að hafa ekki rannsakað mál demókrata.

Hefur Gonzales sætt harðri gagnrýni í málinu, sérstaklega eftir að upp komst að greindi ekki rétt frá aðkomu sinni að málinu. Er jafnvel rætt um að Gonzales þurfi að segja af sér vegna málsins en samkvæmt skoðanakönnun CNN skiptast Bandaríkjamenn í þrjár fylkingar í þeim efnum. Þriðjungur vill afsögn, svipað hlutfall vill það ekki og rúmlega fjórðungur er ekki viss.

Alls eru 93 alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sem rannsaka og sækja mál fyrir yfirvöld og heyra þeir beint undir forseta landsins. Þá má hins vegar reka úr embætti hvenær sem er en vaninn er að skipt sé um saksóknara þegar forsetaskipti verða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×