Innlent

Bók um Íslandstúr Sigur Rósar gefin út í sumar

Bók um ferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland á síðasta ári lítur dagsins ljós þann 1. júní. Bókin hefur fengið nafnið ´in a frozen sea - a year with sigur rós´ og er það Jeff Anderson sem er höfundur hennar, en forlag hans A+R, gefur bókina út.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Sigur Rósar er bókin 32 síður og þar eru meðal annars birtar myndir frá Íslandstúr sveitarinnar sem markaði endalok tónleikaferðlags í kjölfar útgáfu plötunnar Takk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×