Íslenski boltinn

Margrét Lára valin best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir var í dag valin besti leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna.
Margrét Lára Viðarsdóttir var í dag valin besti leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna. Mynd/E. Stefán

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna.

Besti þjálfarinn var valinn Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals.

Þá var einnig lið umferðanna valið en eftirfarandi leikmenn skipa það:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.

Varnarmenn: Alicia Wilson, KR - Ásta Árnadóttir, Val - Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.

Elísabet Gunnarsdóttir, Val, var valin besti þjálfarinn.Mynd/E. Stefán

Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR - Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki - Hólmfríður Magnúsdóttir, KR - Katrín Jónsdóttir, Val - Málfríður Sigurðardóttir, Val.

Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val - Olga Færseth, KR.

Landsbankinn, verðlaunaði einnig besta stuðningsmannahópinn. Þar urðu stuðningsmenn Vals fyrir valinu og fengu að launum eitt hundrað þúsund krónur sem rennur til yngri flokka starfs félagsins.

Valur varð Íslandsmeistari kvenna eftir harða baráttu við KR í allt sumar. KR komst þó í bikarúrslitin og mætir þar Keflvíkingum um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×