Innlent

Féll niður í lest í Grindavík

Nítján ára piltur slapp ótrúlega vel þegar hann féll niður í lest um borð í fiskiskipi í Grindavíkurhöfn í dag. Pilturinn var að vinna við löndun úr línuskipinu Kristínu GK þegar hann hrapaði þrjá metra niður og lenti á stálgólfi. Hjálmur sem hann hafði á höfði er talinn hafa bjargað miklu. Pilturinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítalans og reyndist handleggsbrotinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×