Innlent

Starfatorg fyrir eldri borgara

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að láta undirbúa starfatorg fyrir eldri borgara í Reykjavík. Stefnt er að því að það verði tilbúið til notkunar hinn 1. september næstkomandi.

Í fréttatilkynningu segir að nýverið hafi opnast möguleiki fyrir aldraða að vinna sér inn allt að þrjú hundruð þúsund krónur á ári án þess að það skerði lífeyri.

Með því gefist eldri borgurum tækifæri til að taka að sér hlutastörf, tímabundin störf eða sérstök verkefni eftir því sem hentar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×