Innlent

Annríki í sjúkraflugi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líkur eru á að sjúkraflugi fjölgi enn frekar.
Líkur eru á að sjúkraflugi fjölgi enn frekar. Mynd/ Visir.is
Mikið annaríki hefur verið við sjúkraflug hjá Slökkviliði Akureyrar það sem af er ári. Í byrjun júlí í fyrra hafði 193 flug verið flogið en nú í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga. Þetta samsvarar um 13 % aukningu á milli ára.

Sjúkraflug hefur aukist töluvert á undanförnum árum og lítur út fyrir að sú þróun haldi áfram. Árið 2006 var farið í 452 sjúkraflug. Árið á undan voru 314 sjúkraflug farin og nemur aukningin um 43%. Að sögn Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar er í mörgum tilfellum verið að flytja fólk í sérhæfðari meðferð á önnur sjúkrahús en inn á milli eru svo neyðarflug.

Flogið er með Beachcraft King Air 200 vél Mýflugs og með í för er ávallt neyðarflutningsmaður frá Slökkviliði Akureyrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×