Hraðakstur veldur flestum banaslysum 3. júlí 2007 16:14 Sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað slysið af ef þeir hefðu notað bílbelti MYND/AB Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. Samkvæmt skýrslunni má rekja 68 prósent af banaslysum í umferðinni á árunum 1998 til 2006 til tíu þátta. Hraðakstur - fjöldi slysa 36 Ölvunarakstur - fjöldi slysa 31 Bílbelti ekki notað - fjöldi slysa 25 Sofnar undir stýri - fjöldi slysa 10 Biðskylda ekki virt - fjöldi slysa 10 Lyfjanotkun - fjöldi slysa 4 Ökutæki rennur til/lausamöl - fjöldi slysa 4 Veikindi - fjöldi slysa 4 Ölvaður gangandi - fjöldi slysa 4 Grunur um sjálfsvíg - fjöldi slysa 4 Á síðasta ári fórust 31 einstaklingur í 28 banaslysum og var það fjölgun um 12 manns frá árinu þar á undan. Fram kemur í skýrslunni að þessi þróun er á skjön við þróunina árin þar á undan en þá fækkaði banaslysum úr 29 í 19. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að orsakir banaslysa í umferðinni eru oftast vísvitandi brotahegðun en stundum einhvers konar mannleg mistök. Í skýrslunni segir að mjög margir ökumenn sem orsökuðu banaslys á síðasta ári hafi verið með fjölda brota á ferli sínu, sér í lagi hraðakstursbrot. Sumir höfðu verið sviptir ökuréttindum áður. Hvetur nefndin til þess að skoðað verði sérstaklega hvernig betur megi verjast hættulegum ökumönnum til að mynda með sviptingu ökuréttinda og upptöku ökutækja. Þá sýndu rannsóknir að tæplega helmingur þeirra ökutækja í banaslysum hafi verið í lélegu ásigkomulagi. Oftast var um ræða lélegt ástand hjólbarða, loftþrýstings þeirra eða slit. Í einu tilviki komu í ljós vankantar á viðgerð á hemlarörum og í öðru hafði verið gert við ryðskemmdir í ökutæki með frauðplasti. Bæði ökutækin komust hins vegar í gegnum skoðun athugasemdalaust. Sjá nánar skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hér að neðan. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. Samkvæmt skýrslunni má rekja 68 prósent af banaslysum í umferðinni á árunum 1998 til 2006 til tíu þátta. Hraðakstur - fjöldi slysa 36 Ölvunarakstur - fjöldi slysa 31 Bílbelti ekki notað - fjöldi slysa 25 Sofnar undir stýri - fjöldi slysa 10 Biðskylda ekki virt - fjöldi slysa 10 Lyfjanotkun - fjöldi slysa 4 Ökutæki rennur til/lausamöl - fjöldi slysa 4 Veikindi - fjöldi slysa 4 Ölvaður gangandi - fjöldi slysa 4 Grunur um sjálfsvíg - fjöldi slysa 4 Á síðasta ári fórust 31 einstaklingur í 28 banaslysum og var það fjölgun um 12 manns frá árinu þar á undan. Fram kemur í skýrslunni að þessi þróun er á skjön við þróunina árin þar á undan en þá fækkaði banaslysum úr 29 í 19. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að orsakir banaslysa í umferðinni eru oftast vísvitandi brotahegðun en stundum einhvers konar mannleg mistök. Í skýrslunni segir að mjög margir ökumenn sem orsökuðu banaslys á síðasta ári hafi verið með fjölda brota á ferli sínu, sér í lagi hraðakstursbrot. Sumir höfðu verið sviptir ökuréttindum áður. Hvetur nefndin til þess að skoðað verði sérstaklega hvernig betur megi verjast hættulegum ökumönnum til að mynda með sviptingu ökuréttinda og upptöku ökutækja. Þá sýndu rannsóknir að tæplega helmingur þeirra ökutækja í banaslysum hafi verið í lélegu ásigkomulagi. Oftast var um ræða lélegt ástand hjólbarða, loftþrýstings þeirra eða slit. Í einu tilviki komu í ljós vankantar á viðgerð á hemlarörum og í öðru hafði verið gert við ryðskemmdir í ökutæki með frauðplasti. Bæði ökutækin komust hins vegar í gegnum skoðun athugasemdalaust. Sjá nánar skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hér að neðan.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira