Innlent

Eignarnám vegna virkjana í þágu stóriðju stangast á við lög

Er réttlætanlegt að taka heimili fólks og jarðir við Þjórsá eignarnámi til að ríkisfyrirtæki geti framleitt rafmagn fyrir stóriðju? Umhverfisráðherra var spurður að þessu á Alþingi í dag. Jónína Bjartmarz sagðist ekki telja að almannahagsmunir væru til grundvallar slíku eignarnámi, eins og lög gerðu ráð fyrir. Málið væri þó ekki á borði stjórnvalda.

Björgvin Sigurðsson spurði umhverfisráðherra hvort lög heimiluðu ríkisfyrirtæki gæti gengið að heimilum fólks og jörðum með slíku pólitísku ofbeldi til að geta framleitt rafmagn fyrir álver í Straumsvík. Jónína Bjartmars umhverfisráðherra sagðist telja að þetta eignarnámstal næði engri átt og því væri ætlað skapa tortryggni í garð stjórnvalda. Málið væri alfarið í höndum sveitarfélaga og hún tryði því ekki að þau gengu gegn vilja landeigenda. Ekki síst þar sem alþingi hefði ekki fjallað um málið. Formaður vinstri grænna sagði þetta fráleita framkvæmd, bæði stækkun í Straumsvík og eins virkjanir í neðri Þjórsá. Umhverfisáhrif væru meiri en mönnum hefði áður verið ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×