Innlent

Leikskólabörn í skrúðgöngu með lögreglunni

Leikskólabörn fóru með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni í dag. Á fjórða hundrað börn og fullorðnir tóku þátt í göngunni sem farin var í tilefni Vetrarhátíðar sem stendur yfir í Reykjavík. Börnin eru á leikskólum í miðborginni og í Hlíðahverfi og tóku þau lagið með Lögreglukórnum. Á lögregluvefnum er sagt frá því að Lúlli löggubangsi hafi verið með í för og hann vakið óskipta athygli barnanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×