Áhrifa kaupstefnunnar í Frankfurt gætir langt út fyrir bókmenntirnar Björn Gíslason skrifar 11. september 2007 11:09 Egill Örn Jóhannsson segir það hafa gríðarlega þýðingu að vera valin gestaþjóð á bókamessunni í Frankfurt. MYND/Stefán Verði Íslendingar fyrir valinu sem gestaþjóð á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011 mun áhrifanna hér á landi gæta langt út fyrir bókmenntirnar, segir framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann telur Íslendinga eiga góða möguleika á að hreppa hnossið en þeir etja kappi við Finna um sætið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á setningu Bókmenntahátíðar um helgina að ríkisstjórnin hefði ákveðið að þiggja boð bókakaupstefnunnar í Frankfurt um að keppa að því að verða gestaþjóð á kaupstefnunni 2011. Bókamessan eins og hún er kölluð er ein sú stærsta í heimi og fer fram á hverju ári í október.Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir alla útgáfu á Íslandi ef Íslendingar verði fyrir valinu sem gestaþjóð árið 2011. „Ísland fær gríðarlega athygli í Þýskalandi allt frá því að messunni lýkur árið áður og þar til messunni lýkur 2011. Þetta þýða fleiri klukkustundir af umfjöllun í þýsku sjónvarpi, fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar og þá verður áhersla á Ísland í öllum bókabúðum Þýskalands," segir Egill. Hann bendir enn fremur á að um 400 þúsund manns hvaðanæva úr heiminum sæki messuna þannig að kynningin á íslenskum bókmenntum muni ekki einskorðast við Þýskaland.Hefur án efa áhrif á ferðaþjónustuEgill segir að gestaþjóðin fái sess á aðaltorgi sýningarsvæðisins og þar sé ekki aðeins kynning á íslenskum bókmenntum heldur Íslandi í heild. „Áhrifanna gætir því langt út fyrir bókmenntirnar og þetta mun án efa hafa áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, segir Egill. Hann segir Þjóðverja hafa gríðarlega reynslu af því að hafa gestaþjóð á kaupstefnunni og forsvarsmenn hennar hafi lagt fram talnagögn sem sýni hvaða áhrif það hafi fyrir þjóðir að vera gestaþjóðir á kaupstefnunni.Hvað íslenska útgefendur snertir segir Egill að valið muni gera þeim kleift að koma íslenskum höfundum enn betur á framfæri á alþjóðavettvangi og væntanlega verði mikið að gera í sölu útgáfuréttinda hjá íslenskum útgefendum árin fyrir og eftir messuna. Egill hefur sótt messuna og segir að mikil barátta sé um að koma verkum á framfæri. Mikill áhugi hafi þó verið á Íslandi undanfarin ár og íslenskir höfundar hafi átt velgengni að fagna í Evrópu miðað hversu lítil þjóðin er. Það sé grunnur sem hægt sé að byggja á.Markaðsstjóri messunnar hvatti Íslendinga til að sækja umFinnar sækja það stíft að verða gestaþjóð bókamessunnar 2011 líkt og Íslendingar og að sögn Egils hafa þeir þegar sent inn umsókn vegna málsins. Íslendingar sendi væntanlega inn umsókn innan fárra daga og í framhaldinu hefjist viðræður við forsvarsmenn kaupstefnunnar. Egill segir að ákveðnar viðræður hafi verið í gangi. Markaðsstjóri messunnar hafi á ferðinni hér á landi nýverið og hvatt Íslendinga til þess að sækja um að vera gestaþjóð. Það hljóti að þýða að Þjóðverjarnir hafi áhuga á að gera Ísland að gestaþjóð messunnar.Að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, má búast við því að það liggi fyrir eftir einn til tvo mánuði hvort Íslendingar hreppi hnossið. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Verði Íslendingar fyrir valinu sem gestaþjóð á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011 mun áhrifanna hér á landi gæta langt út fyrir bókmenntirnar, segir framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann telur Íslendinga eiga góða möguleika á að hreppa hnossið en þeir etja kappi við Finna um sætið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á setningu Bókmenntahátíðar um helgina að ríkisstjórnin hefði ákveðið að þiggja boð bókakaupstefnunnar í Frankfurt um að keppa að því að verða gestaþjóð á kaupstefnunni 2011. Bókamessan eins og hún er kölluð er ein sú stærsta í heimi og fer fram á hverju ári í október.Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir alla útgáfu á Íslandi ef Íslendingar verði fyrir valinu sem gestaþjóð árið 2011. „Ísland fær gríðarlega athygli í Þýskalandi allt frá því að messunni lýkur árið áður og þar til messunni lýkur 2011. Þetta þýða fleiri klukkustundir af umfjöllun í þýsku sjónvarpi, fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar og þá verður áhersla á Ísland í öllum bókabúðum Þýskalands," segir Egill. Hann bendir enn fremur á að um 400 þúsund manns hvaðanæva úr heiminum sæki messuna þannig að kynningin á íslenskum bókmenntum muni ekki einskorðast við Þýskaland.Hefur án efa áhrif á ferðaþjónustuEgill segir að gestaþjóðin fái sess á aðaltorgi sýningarsvæðisins og þar sé ekki aðeins kynning á íslenskum bókmenntum heldur Íslandi í heild. „Áhrifanna gætir því langt út fyrir bókmenntirnar og þetta mun án efa hafa áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, segir Egill. Hann segir Þjóðverja hafa gríðarlega reynslu af því að hafa gestaþjóð á kaupstefnunni og forsvarsmenn hennar hafi lagt fram talnagögn sem sýni hvaða áhrif það hafi fyrir þjóðir að vera gestaþjóðir á kaupstefnunni.Hvað íslenska útgefendur snertir segir Egill að valið muni gera þeim kleift að koma íslenskum höfundum enn betur á framfæri á alþjóðavettvangi og væntanlega verði mikið að gera í sölu útgáfuréttinda hjá íslenskum útgefendum árin fyrir og eftir messuna. Egill hefur sótt messuna og segir að mikil barátta sé um að koma verkum á framfæri. Mikill áhugi hafi þó verið á Íslandi undanfarin ár og íslenskir höfundar hafi átt velgengni að fagna í Evrópu miðað hversu lítil þjóðin er. Það sé grunnur sem hægt sé að byggja á.Markaðsstjóri messunnar hvatti Íslendinga til að sækja umFinnar sækja það stíft að verða gestaþjóð bókamessunnar 2011 líkt og Íslendingar og að sögn Egils hafa þeir þegar sent inn umsókn vegna málsins. Íslendingar sendi væntanlega inn umsókn innan fárra daga og í framhaldinu hefjist viðræður við forsvarsmenn kaupstefnunnar. Egill segir að ákveðnar viðræður hafi verið í gangi. Markaðsstjóri messunnar hafi á ferðinni hér á landi nýverið og hvatt Íslendinga til þess að sækja um að vera gestaþjóð. Það hljóti að þýða að Þjóðverjarnir hafi áhuga á að gera Ísland að gestaþjóð messunnar.Að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, má búast við því að það liggi fyrir eftir einn til tvo mánuði hvort Íslendingar hreppi hnossið.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira