Segir framsal vatnsréttinda stjórnarskrárbrot 22. ágúst 2007 17:02 Álfheiður Ingadótttir, þingmaður Vinstri - grænna, telur að framsal þriggja ráðherra á vatnsréttindum í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar sé skýrt brot á stjórnarskránni enda hafi ekki verið leitað lagaheimildar fyrir því. Hún segir það siðleysi og fordæmalausa ósvífni af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar að gera þetta án nokkurs fyrirvara.Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrrverandi iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra gerðu fyrir hönd ríkisins samning við Landsvirkjun um framsal á vatnsréttindunum aðeins þremur dögum fyrir þingkosningar í vor. Framsalið er gert í tengslum við áform Landsvirkjunar um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urrriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun en ríkið átti 95 prósent vatnsréttinda sem sneru að þeim.Vinstri - græn hafa óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir málið enda sé samkomulagið gert án vitundar Alþingis, landeigenda og sveitastjórna á svæðinu og almennings.Álfheiður segist mætavel skilja hvers vegna slík leynd hafi hvílt yfir samkomulaginu. „Það er vegna þess að það eru engar heimildir fyrir því og þetta er gert á bak við Alþingi. Þetta er að mínu mati skýrt brot á 40. grein stjórnarskrárinnar," segir Álfheiður en samkvæmt þeirri grein má ekki skuldbinda ríkið né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. Þá vísar Álfheiður einnig til fjárreiðulaga sem kveði á um sams konar heimildir.Þá segir hún ámælisvert í málinu að sveitarfélagi, í þessu tilviki Flóahreppi, hafi verið synjað um forkaupsrétt á jörðinni Þjótanda þar sem landbúnaðarráðuneytið hafi skuldbundið sig til að ræða við Landsvirkjun um kaup á jörðinni vegna framkvæmdanna.Álfheiður telur að samkomulagið hafi verið undirritað þar sem menn hafi verið orðnir hræddir. „Menn vildu að Landsvirkjun hefði allt sitt á hreinu. Með þessu er verið að kippa burt allri samningsstöðu landeigenda á svæðinu. Landsvirkjun segir bara núna: „Við eigum öll vatnsréttindi á svæðinu,"" segir Álfheiður en töluvert hefur verið deilt um virkjanirnar þrjár og eru skiptar skoðanir meðal landeigenda um þær.Álfheiður efast stórlega um að samkomulagið standist og segir eðlilegast að samkomulagið verði gert ógilt og menn setjist þá að samningaborðinu og semji um kaup vatnsréttindanna. Hún bendir enn fremur á að þótt Landsvirkjun sé ríkisfyrirtæki eigi hún að starfa á samkeppnismarkaði og því sé eðlilegast að fyrirtækið borgi fyrir réttindin.Aðspurð segist Álheiður ekki eiga von á öðru en að Ríkisendurskoðun taki málið til skoðunar. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Álfheiður Ingadótttir, þingmaður Vinstri - grænna, telur að framsal þriggja ráðherra á vatnsréttindum í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar sé skýrt brot á stjórnarskránni enda hafi ekki verið leitað lagaheimildar fyrir því. Hún segir það siðleysi og fordæmalausa ósvífni af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar að gera þetta án nokkurs fyrirvara.Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrrverandi iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra gerðu fyrir hönd ríkisins samning við Landsvirkjun um framsal á vatnsréttindunum aðeins þremur dögum fyrir þingkosningar í vor. Framsalið er gert í tengslum við áform Landsvirkjunar um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urrriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun en ríkið átti 95 prósent vatnsréttinda sem sneru að þeim.Vinstri - græn hafa óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir málið enda sé samkomulagið gert án vitundar Alþingis, landeigenda og sveitastjórna á svæðinu og almennings.Álfheiður segist mætavel skilja hvers vegna slík leynd hafi hvílt yfir samkomulaginu. „Það er vegna þess að það eru engar heimildir fyrir því og þetta er gert á bak við Alþingi. Þetta er að mínu mati skýrt brot á 40. grein stjórnarskrárinnar," segir Álfheiður en samkvæmt þeirri grein má ekki skuldbinda ríkið né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. Þá vísar Álfheiður einnig til fjárreiðulaga sem kveði á um sams konar heimildir.Þá segir hún ámælisvert í málinu að sveitarfélagi, í þessu tilviki Flóahreppi, hafi verið synjað um forkaupsrétt á jörðinni Þjótanda þar sem landbúnaðarráðuneytið hafi skuldbundið sig til að ræða við Landsvirkjun um kaup á jörðinni vegna framkvæmdanna.Álfheiður telur að samkomulagið hafi verið undirritað þar sem menn hafi verið orðnir hræddir. „Menn vildu að Landsvirkjun hefði allt sitt á hreinu. Með þessu er verið að kippa burt allri samningsstöðu landeigenda á svæðinu. Landsvirkjun segir bara núna: „Við eigum öll vatnsréttindi á svæðinu,"" segir Álfheiður en töluvert hefur verið deilt um virkjanirnar þrjár og eru skiptar skoðanir meðal landeigenda um þær.Álfheiður efast stórlega um að samkomulagið standist og segir eðlilegast að samkomulagið verði gert ógilt og menn setjist þá að samningaborðinu og semji um kaup vatnsréttindanna. Hún bendir enn fremur á að þótt Landsvirkjun sé ríkisfyrirtæki eigi hún að starfa á samkeppnismarkaði og því sé eðlilegast að fyrirtækið borgi fyrir réttindin.Aðspurð segist Álheiður ekki eiga von á öðru en að Ríkisendurskoðun taki málið til skoðunar.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira