Innlent

Fullur og á stolnum bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt nítján ára pilt fyrir ölvunarakstur í Garðabæ. Bíllinn sem pilturinn var á reyndist við nánari skoðun vera stolinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var öðrum bíl stolið í austurborginni um hádegisbil í gær. Bíllinn kom hins vegar í leitirnar aftur nokkrum klukkutímum síðar þegar hann fannst við heimili eigandans. Að sögn lögreglunnar mun nágranni hafa tekið bílinn en ekki er vitað hvað honum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×