Innlent

Vilja fljúga með fiskinn beint til útlanda frá Þingeyri

Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á Þingeyrarflugvelli undanfarin ár og er hann nú í hópi bestu valla landsins.
Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á Þingeyrarflugvelli undanfarin ár og er hann nú í hópi bestu valla landsins. MYND/Steinar Jónasson

Nýstofnað fiskvinnslufyrirtæki á Flateyri, Eyraroddi, hefur hug að fljúga beint með ferskan fisk til útlanda frá Þingeyrarflugvelli. Þetta hefur Bæjarins besta eftir Teiti Birni Einarssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra félagsins.

Hann segir að samgönguráðuneytið hafi tekið þeim hugmyndum vel. Stefnt er að því að vinnsla hjá fyrirtækinu hefjist í þessum mánuði og verða um 30 manns í vinnu hjá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×