Innlent

Fagna áfangasigri í verndun Jökulsánna í Skagafirði

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í verndun þeirra með því að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi dregið til baka tillögur sem gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Það var gert á sveitarstjórnarfundi í gær.

Í ályktun frá áhugahópnum kemur fram að um mikilvægt skref sé að ræða en þó hafi ekki verið fallið frá virkjununum. Því muni hópurin halda áfram baráttu sinni fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði þar til tryggt verði að horfið verði endanlega frá öllum hugmyndum um virkjun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×