Innlent

Ekki vinsælt að gifta sig föstudaginn þrettánda

Þrátt fyrir að giftingar séu gjarnan hjá Sýslumanninum í Reykjavík á föstudögum, var engin slík í dag, föstudaginn þrettánda. Prestur sem Stöð 2 ræddi við segir það ekki koma sér á óvart þar sem dagsetning skipti miklu máli þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Sumir líta þó á daginn sem áskorun.

Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Sú hjátrú ríkir meðal margra að ólukka vofi yfir þessum degi. Ekki eru allir sammála um hvaðan hjátrúin kemur og vilja sumir tengja hana við blóðuga bardaga en aðrir við bandarískar kvikmyndir. Sumir vilja til dæmis ekki kaupa nýjan bíl á þessum degi eða jafnvel fara í flug.

Þrátt fyrir að giftingar séu gjarnan hjá Sýslumanninum í Reykjavík á föstudögum, var engin slík í dag, föstudaginn þrettánda. Fréttastofan hafði einnig samband við nokkrar kirkjur og voru engin brúðkaup bókuð þar í dag. Prestur sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við sagði dagsetningu skipta brúðhjón miklu máli og það ekki koma sér á óvart að fólk velji frekar aðra dagsetningu en föstudaginn þrettánda.

Hjá sameinuðu félagi Esso og Bílanaust taka menn deginum sem áskorun en í kvöld verður nýtt nafn félagsins kynnt. Forstjóri fyrirtækisins segist ekki hræddur við að ólukka fylgi deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×