Innlent

Samið um þjónustu fyrir aldraða og fanga

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í morgun þjónustusamning um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og stofnanaþjónustu fyrir aldraða.

Í samningnum er lögð á það megin áhersla að gefa öldruðum kost á því að dvelja eins lengi heima hjá sér og unnt er. Lögð er sérstök áhersla á að samþætta þjónustuna sem veitt er, laga hana að þörfum þeirra sem fá hana og gera hana sveigjanlega. Samningsfjárhæð fyrir árið 2008 er rúmar 1620 milljónir króna.

Í morgun var einnig undirritaður samningur sömu aðila um heilsugæsluþjónustu við fangelsið á Akureyri. Með samningnum og endurbótum á fangelsinu hefur verið komið upp aðstöðu innan veggja þess sem gerir heilbrigðisstarfsmönnum kleift að sinna þjónustunni á staðnum, sem ekki var hægt áður. Samningurinn er til sex ára og samningsfjárhæðin er tæpar tvær milljónir króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×