Innlent

Fangageymslur lögreglunnar fullar í nótt

Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Mikið var um ölvun og pústra í miðbæ Reykjavíkur og voru allar fangageymslur fullar eftir nóttina.

Fjórtán fíkniefnamál komu upp í miðborginni en í öllum tilvikum var um að ræða neysluskammta. Þá voru níu handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir ölvunarakstur og annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×