Innlent

Ráðherra slaufar jólakortum og styrkir MND félagið í staðinn

Heilbrigðisráðuneytið mun í ár styrkja starfsemi MND félagsins í stað þess að senda út jólakort og kveðjur.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað að senda ekki út jólakveðjur eða jólakort í nafni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þess í stað var ákveðið að láta andvirði jólakveðjanna, um 250 þúsund krónur, renna til góðgerðamála og ákveðið að styrkja rekstur MND félagsins að þessu sinni.

 

MND félagið var stofnað í ársbyrjun 1993 af þeim Sigríði Eyjólfsdóttur, Jónu Axelsdóttur og Rafni Jónssyni. MND - Motor Nourone Disease - er banvænn sjúkdómur sem ágerist hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður.

Á Íslandi eru á hverjum tíma 15 - 20 manns með MND. Á hverju ári greinast u.þ.b. 5 manns með MND.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×