Innlent

Mælt fyrir menntafrumvörpum í dag

MYND/GVA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælir fyrir fjórum frumvörpum um menntamál á Alþingi í dag en þingfundur hefst klukkan hálfellefu.

Um er að ræða frumvörp til heildarlaga um leikskóla, grunnskóla og menntaskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjóra á þessum skólastigum. Frumvörpin kveða meðal annars á um að krafist verði meistaraprófs af þeim sem ætli að kenna á þessum skólastigum og að skólar fái aukið frjálsræði til þess að þróa nám. Alls eru 22 frumvörp á dagskrá Alþingis í dag og helmingur þeirra verður tekinn til fyrstu umræðu í dag. Áætlað er að jólahlé þingsins hefjist eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×