Innlent

Tvö umferðaróhöpp með tveggja mínútna millibili

MYND/Róbert

Tvö umferðaróhöpp urðu með tveggja mínútna millibili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um ellefuleytið í gær.

Í fyrra tilvikinu rákust þrír bílar saman á Hafnargötu í Keflavík. Áreksturinn mátti rekja til mikillar hálku en minni háttar tjón varð á bílunum.

Í síðara óhappinu valt bíll á Sandgerðisvegi og þegar lögregla kom á vettvang var ökumaðurinn kominn út úr bílnum. Hann kenndi eymsla í hálsi og var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×