Innlent

Jón Ásgeir, Hannes og Þorsteinn á fund forsætisráðherra

Breki Logason skrifar
Hannes Smárason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Þorsteinn M Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hannes Smárason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Þorsteinn M Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Þrír af valdamestu mönnunum í íslensku viðskiptalífi sátu fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra þann 16.nóvember síðast liðinn.

Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Þorteinn M. Jónsson röltu inn í ráðuneytið seinni part föstudagsins 16.nóvember. Þar hittu þeir fyrir forsætisráðherra og ræddu orkumál. Þremenningarnir óskuðu sjálfir eftir fundinum en ekki hefur fengist staðfest hvað nákvæmlega var rætt á fundinum.

Þetta var daginn fyrir brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur. Málefni FL Group voru ekki til umræðu. Þetta fékkst staðfest hjá ráðuneytinu í dag.

Geir H Haarde hitti þremmenningana daginn fyrir brúðkaup Jóns Ásgeirs.

Það er ekki á hverjum degi sem Jón Ásgeir fer á fund forsætisráðherra en frægt er þegar hann hitti Davíð Oddsson í ráðuneytinu forðum daga. Þá óskaði Davíð sjálfur eftir fundi með Jón Ásgeiri þar sem mikil umræða um Baug var í samfélaginu. Sá fundur var undanfari þess sem í dag er oftast kallað Baugsmálið.

Ekki náðist í þremmenningana til þess að fá frekari útlistun á efni fundarins. Forsætisráðuneytið vildi ekki gefa nánari upplýsingar um tilefni né efni fundarins, eingöngu hefðu verið rædd orkumál en málefni FL Group hefðu ekki verið rædd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.