Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2007 17:51 Gus Poyet reynir að hughreysta Keane eftir að hann var rekinn af velli. Nordic Photos / Getty Images Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum fimm marka leik þar sem Robbie Keane skoraði tvívegis en fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish. Gary McSheffery kom Birmingham yfir en Keane skoraði tvívegis snemma í síðari hálfleik og kom Tottenham yfir, 2-1. Cameron Jerome jafnaði svo metin fyrir Birmingham en hetja leiksins var Sebastian Larsson sem skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti í lok leiksins. Robbie Keane var í byrjunarliði Tottenham, sem og Dimitar Berbatov og Darren Bent. Jermaine Defoe var á bekknum en hann er nýbúinn að jafna sig á flensu. Hjá Birmingham ákvað Alex McLeish að setja Maik Taylor aftur í markið og setti einnig Sebastian Larsson í byrjunarliðið, sem og Cameron James. Tottenham byrjaði betur í leiknum og komust þeir Keane og Bent í ágæt færi sem þeir misnotuðu. Það var þó Birmingham sem komst yfir í leiknum, McLeish til mikillar ánægju. Gary McSheffery skoraði markið úr vítaspyrnu eftir að Younes Kaboul braut á honum. Maik Taylor var í góðu formi í marki Birmingham og varði til að mynda vel frá Gareth Bale úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Juande Ramos gerði tvær breytingar á liði Tottenham í hálfleik. Jermaine Defoe kom inn á fyrir Bent og Tom Huddlestone fyrir Kaboul. En það var Robbie Keane sem kom Tottenham yfir í leiknum með tveimur mörkum á þremur mínútum. Fyrst úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að brotið var á Dimitar Berbatov í vítateig Birmingham. Varamaðurinn Huddlestone lyfti svo boltanum inn fyrir vörn Birmingham þremur mínútum síðar þar sem Keane var mættur og skilaði knettinum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Dimitar Berbatov skot sem hafnaði í slá Birmingham-marksins. Það var svo á 62. mínútu að Birmingham jafnaði leikinn en þar var Cameron Jerome að verki. Hann lék á einn varnarmann Tottenham og skoraði með föstu skoti framhjá Paul Robinson markverði. Keane fékk svo að líta rauða spjaldið efitr að hafa brotið illa á Fabrice Muamba. Dómurinn var fremur umdeildur og ljóst að um helgina hafa menn fengið áminningu fyrir verri brot. Tottenham gaf ekkert eftir þrátt fyrir að vera manni færri. En leikmenn Birmingham voru skynsamir í leik sínum og náðu tvívegis að komast í gott færi á lokamínútunum. Fyrst fór boltinn af Mikael Forsell í stöngina á marki Tottenham en það var svo Sebastian Larsson sem endurgjaldaði nýja stjóranum traustið með því að þruma knettinum í efra markhornið af löngu færi. Glæsilegt mark og draumabyrjun McLeish með Birmingham. Birmingham er nú í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Tottenham í því sextánda með tólf. Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum fimm marka leik þar sem Robbie Keane skoraði tvívegis en fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish. Gary McSheffery kom Birmingham yfir en Keane skoraði tvívegis snemma í síðari hálfleik og kom Tottenham yfir, 2-1. Cameron Jerome jafnaði svo metin fyrir Birmingham en hetja leiksins var Sebastian Larsson sem skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti í lok leiksins. Robbie Keane var í byrjunarliði Tottenham, sem og Dimitar Berbatov og Darren Bent. Jermaine Defoe var á bekknum en hann er nýbúinn að jafna sig á flensu. Hjá Birmingham ákvað Alex McLeish að setja Maik Taylor aftur í markið og setti einnig Sebastian Larsson í byrjunarliðið, sem og Cameron James. Tottenham byrjaði betur í leiknum og komust þeir Keane og Bent í ágæt færi sem þeir misnotuðu. Það var þó Birmingham sem komst yfir í leiknum, McLeish til mikillar ánægju. Gary McSheffery skoraði markið úr vítaspyrnu eftir að Younes Kaboul braut á honum. Maik Taylor var í góðu formi í marki Birmingham og varði til að mynda vel frá Gareth Bale úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Juande Ramos gerði tvær breytingar á liði Tottenham í hálfleik. Jermaine Defoe kom inn á fyrir Bent og Tom Huddlestone fyrir Kaboul. En það var Robbie Keane sem kom Tottenham yfir í leiknum með tveimur mörkum á þremur mínútum. Fyrst úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að brotið var á Dimitar Berbatov í vítateig Birmingham. Varamaðurinn Huddlestone lyfti svo boltanum inn fyrir vörn Birmingham þremur mínútum síðar þar sem Keane var mættur og skilaði knettinum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Dimitar Berbatov skot sem hafnaði í slá Birmingham-marksins. Það var svo á 62. mínútu að Birmingham jafnaði leikinn en þar var Cameron Jerome að verki. Hann lék á einn varnarmann Tottenham og skoraði með föstu skoti framhjá Paul Robinson markverði. Keane fékk svo að líta rauða spjaldið efitr að hafa brotið illa á Fabrice Muamba. Dómurinn var fremur umdeildur og ljóst að um helgina hafa menn fengið áminningu fyrir verri brot. Tottenham gaf ekkert eftir þrátt fyrir að vera manni færri. En leikmenn Birmingham voru skynsamir í leik sínum og náðu tvívegis að komast í gott færi á lokamínútunum. Fyrst fór boltinn af Mikael Forsell í stöngina á marki Tottenham en það var svo Sebastian Larsson sem endurgjaldaði nýja stjóranum traustið með því að þruma knettinum í efra markhornið af löngu færi. Glæsilegt mark og draumabyrjun McLeish með Birmingham. Birmingham er nú í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Tottenham í því sextánda með tólf.
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira