Enski boltinn

Úrslitum leikja Króatíu ekki hagrætt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Undanfarinn sólarhring hafa fregnir borist frá Englandi þess efnis að möguleiki sé að úrslitum Króatíu í undankeppni EM 2008 hafi verið hagrætt.

Ef það væri raunin ætti England enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2008 þar sem Króatía vann riðilinn sem England var í.

En nú hefur talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu, William Gaillard, hafnað því alfarið að úrslitum leikja í undankeppni EM 2008 hafi verið hagrætt, hvað þá úrslitum leikja Króatíu.

Í gær sendi UEFA 96 síðna skýrslu til alþjóðalögreglunnar Interpol vegna gruns um að úrslitum leikja í hinum ýmsu keppnum á vegum sambandsins hafi verið hagrætt. Talið er að allir leikirnir hafi farið fram í austurhluta Evrópu.

Forráðamenn UEFA telja nú að fjöldi leikja þar sem úrslitum hefur verið hagrætt sé mun fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×